Erlent

Jurtalyf geta verið skaðleg

Jurtalyf geta verið skaðleg. Myndin tengist fréttinni ekki.
Jurtalyf geta verið skaðleg. Myndin tengist fréttinni ekki.

Það eru engar sannanir fyrir því að jurtalyf geri nokkuð gagn. Þau geta verið skaðleg, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt er í dag. Peter Canger, sem starfar við lyfjaháskólann í Exeter í Englandi, stjórnaði rannsókninni. Hann segir að í sumum tilfellum séu framleiddar lyfjablöndur úr allt að 20 ólíkum jurtum. Lyfjablöndurnar geti orðið allt of sterkar og þess vegna mjög varasamar.

Canger segir einnig að lyf sem framleidd eru úr einstaka jurtum og seldar í heilsuvöruverslunum án lyfseðla geti verið hættuleg. Jurtir sem verki á sjúkdóma eins og hjartaveiki eða þunglyndi geti unnið mikinn skaða ef þeirra er neytt ásamt öðrum hefðibundnum lyfjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×