Erlent

Ný risaeðla með 800 tennur

Vísindamenn hafa kynnt til sögunnar nýjan dínósaur, eða risaeðlu, sem fannst í Utah í Bandaríkjunum. Um er að ræða svokallaða "andarnefju" en þessi hafði um 800 tennur í kjálkunum og var grasbítur. Risaeðlunni hefur verið gefið nafnið Gryposaurus.

Fjallað er um málið á vefsíðu BBC og þar segir að risaeðla þessi hafi verið um 10 metrar á lengd. Rannsóknir benda til að hún hafi lifað í frumskógum Norður-Ameríku fyrir um 65 milljónum ára.

"Þegar þú hefur sambland af 800 tönnum og sterkum kjálkum er ljóst að um mjög öflugann grasbít er að ræða," segir dr. Terry Gates hjá Náttúrugripasafninu í Utah en hann er einn þeirra sem skrifa um þennan fund í fagtímaritum.

Gryposaurus fannst í Utah og á sama svæði fundust nokkrir aðrir grasbítar og ráneðlur. Fundurinn var árið 2004 og ári seinna hófst greining á beinunum sem grafin voru upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×