Erlent

Thaílensk chili-sósa skapar ótta um eiturefnaárás

Krydduð chili-sósa á thaílensku veitingahúsi í London skapaði ótta nærstaddra um að eiturefnaárás væri í gangi og leiddi til þess að lögreglan lokaði og rýmdi göturnar sem veitingahús stendur við. Samkvæmt frétt í The Times voru þrjár götur rýmdar og íbúar þeirra fluttir á brott eftir að dularfull lykt og reykur hékk yfir svæðinu í þrjá tíma.

Sérstakt neyðarlið, slökkvibílar og sjúkralið var sent á svæðið og fór reykkafarar frá slökkviliðinu í gang með að finna uppruna þessara "eiturefna". Innan stundar brutust þeir inn á Thai Cottage veitingastaðin í Soho-hverfinu og komu þaðan út með 5 lítra pott með chili-sósu sem reyndist orsakavaldurinn að útkallinu.

Starfslið Thai Cottage furðar sig á þessum viðbrögðum neyðarliðsins. Chalemchai Tangjariyapoon kokkur staðarins segir að hann hafi verið að útbúa kryddsósuna og í hana hafi hann þurft mjög öfluga chili-ávexti. "Ég skil að þeir sem eru ekki Thaílendingar hafi ekki vitað hvað hér var á ferðinni en sósan lyktar ekki eins og eiturgas og því er ég nokkuð áttavilltur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×