Elano er leikmaður áttundu umferðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2007 09:48 Elano hefur slegið í gegn með Manchester City. Nordic Photos / AFP Hinn brasilíski Elano hefur átt frábæra byrjun á tímabilinu í Englandi með Manchester City. Hann er leikmaður áttundu umferðar deildarinnar. Frammistaða hans var frábær í leik City gegn Newcastle um helgina og kórónaði hann leikinn með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu á lokamínútum leiksins. „Elano er frábær knattspyrnumaður," sagði Sven-Göran Eriksson sem keypti hann í sumar frá Shaktar Donetsk í Úkraínu. Hann var í Úkraínu í tvö ár og varð fljótlega orðinn lykilmaður í liðinu. Í ágúst árið 2006 varð hann fyrsti leikmaður úkraínsku deildarinnar til að verða valinn í brasilíska landsliðið. Þar er hann í stóru hlutverki hjá Dunga, nýja landsliðsþjálfaranum, og eru margir á því að hann verði einn daginn landsliðsfyrirliði Brasilíu. „Hann væri ekki í brasilíska landsliðinu ef hann væri ekki svona góður," sagði Eriksson. „Þegar hann kom fyrst hingað í haust var hann langt frá því að vera í 100 prósent formi. En hann styrkir sig með hverjum leik. Í hvert skipti sem hann fær boltann fær maður það á tilfinninguna að eitthvað muni gerast." Gott gengi Manchester City undir stjórn Sven-Göran Eriksson hefur komið mjög á óvart og á Elano stóran þátt í því. „Ég held að við verðum bara betri. Eftir því sem við æfum og spilum meira saman getum við unnið í tæknilegu hlið okkar leiks. Leikmennirnir eru ungir og hungraðir. Ef við höldum áfram á þessari braut er ég ekki í vafa um að tímabilið verði frábært hjá okkur." Eriksson keypti Elano á átta milljónir punda og það virðist nú vera alger kjarakaup. Lesskilingur hans og sendingageta eru í heimsklassa og í raun ótrúlegt að þessi 26 ára snillingur sé ekki löngu kominn í stórlið á borð við Barcelona, Real Madrid eða AC Milan. Markið sem Elano skoraði í leiknum um helgina var ótrúlegt. 30 metra þrumufleygur úr aukaspyrnu sem fór beint í hornvinkilinn fjær. „Það er frábært að sjá svona aukaspyrnu," sagði Eriksson um markið. „Ég hef séð markið í sjónvarpinu og það er varla hægt að taka betri spyrnu. Annars hefði boltinn farið í slána eða stöngina. Þetta var alveg ótrúlegt. Ég óska honum til hamingju með markið og ég held að hann hafi átt þetta skilið." Nafn: Elano Ralph Blumer Fæddur: 14. júní, 1981, í Sao Paulu í Brasilíu. Félög: Guarani, Internacional, Santos, Shaktar Donetsk og Manchester City. Númer: 11 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Hinn brasilíski Elano hefur átt frábæra byrjun á tímabilinu í Englandi með Manchester City. Hann er leikmaður áttundu umferðar deildarinnar. Frammistaða hans var frábær í leik City gegn Newcastle um helgina og kórónaði hann leikinn með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu á lokamínútum leiksins. „Elano er frábær knattspyrnumaður," sagði Sven-Göran Eriksson sem keypti hann í sumar frá Shaktar Donetsk í Úkraínu. Hann var í Úkraínu í tvö ár og varð fljótlega orðinn lykilmaður í liðinu. Í ágúst árið 2006 varð hann fyrsti leikmaður úkraínsku deildarinnar til að verða valinn í brasilíska landsliðið. Þar er hann í stóru hlutverki hjá Dunga, nýja landsliðsþjálfaranum, og eru margir á því að hann verði einn daginn landsliðsfyrirliði Brasilíu. „Hann væri ekki í brasilíska landsliðinu ef hann væri ekki svona góður," sagði Eriksson. „Þegar hann kom fyrst hingað í haust var hann langt frá því að vera í 100 prósent formi. En hann styrkir sig með hverjum leik. Í hvert skipti sem hann fær boltann fær maður það á tilfinninguna að eitthvað muni gerast." Gott gengi Manchester City undir stjórn Sven-Göran Eriksson hefur komið mjög á óvart og á Elano stóran þátt í því. „Ég held að við verðum bara betri. Eftir því sem við æfum og spilum meira saman getum við unnið í tæknilegu hlið okkar leiks. Leikmennirnir eru ungir og hungraðir. Ef við höldum áfram á þessari braut er ég ekki í vafa um að tímabilið verði frábært hjá okkur." Eriksson keypti Elano á átta milljónir punda og það virðist nú vera alger kjarakaup. Lesskilingur hans og sendingageta eru í heimsklassa og í raun ótrúlegt að þessi 26 ára snillingur sé ekki löngu kominn í stórlið á borð við Barcelona, Real Madrid eða AC Milan. Markið sem Elano skoraði í leiknum um helgina var ótrúlegt. 30 metra þrumufleygur úr aukaspyrnu sem fór beint í hornvinkilinn fjær. „Það er frábært að sjá svona aukaspyrnu," sagði Eriksson um markið. „Ég hef séð markið í sjónvarpinu og það er varla hægt að taka betri spyrnu. Annars hefði boltinn farið í slána eða stöngina. Þetta var alveg ótrúlegt. Ég óska honum til hamingju með markið og ég held að hann hafi átt þetta skilið." Nafn: Elano Ralph Blumer Fæddur: 14. júní, 1981, í Sao Paulu í Brasilíu. Félög: Guarani, Internacional, Santos, Shaktar Donetsk og Manchester City. Númer: 11
Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira