Erlent

Sjö láta lífið í eldsvoða í Rússlandi

Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í Rússlandi í morgun.
Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í Rússlandi í morgun. MYND/AFP

Að minnsta kosti sjö létu lífið og 35 særðust þegar eldur kviknaði í stjórnarbyggingu suðaustur af Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. Eldurinn kom upp á fjórðu hæð byggingarinnar.

Búið er að ráða niðurlögum eldsins en eldsupptök eru ókunn. Eldvarnir í opinberum byggingum í Rússlandi eru víða í lélegu ásigkomulagi. Á undanförnum árum hafa fjölmargir látið lífið í slíkum eldsvoðum. Dæmi eru um að neyðarútgangar hafi verið notaðir sem geymslur og því fullir af alls konar drasli sem gerði fólki ókleift að komast út úr brennandi byggingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×