Erlent

Fallið frá málsókn á hendur Benazir Bhutto

Benazir Bhutto  og Pervez Musharraf.
Benazir Bhutto og Pervez Musharraf. MYND/AFP

Yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að fella niður málsókn á hendur Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, vegna meintrar spillingar. Bhutto hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í London allt frá því að dómstóll í Pakistan dæmdi hana og eiginmann hennar í fangelsi árið 1999.

Aðstoðarmaður Bhutto lýsti því yfir í síðast mánuði að hún myndi snúa aftur til heimalands síns þann 18. október næstkomandi. Bhutto hefur verið einn helsti gagnrýnandi Pervez Musharraf, forseta Pakistans, frá því hún fór í útlegð. Á morgun fundar hún í London með leiðtogum stærsta stjórnarandstöðuflokks Pakistans og verður þá ákveðið hvort flokkurinn muni sniðganga forsetakosningarnar um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×