Erlent

Skaut systur sína fyrir slysni

MYND365

Breskur táningur játaði fyrir dómi í Manchester í morgun að hafa fyrir slysni skotið 12 ára gamla systur sína í höfuðið. Kasha Peniston, sem er 17 ára gamall, var upphaflega ákærður fyrir morð en ákærunni var síðar breytt í manndráp af gáleysi.

Atburðurinn átti sér stað í síðastliðnum aprílmánuði. Kasha var að passa systur sína á heimili þeirra í Manchester en móðir þeirra var í London til að vera viðstödd jarðarför. Áður en hún fór bað hún Kasha sérstaklega um að snerta ekki byssuna sem var grafin ofan í jörðu í garðinum. Þetta virti Kasha að vettugu og gróf upp byssuna og fór að leika sér að henni með fyrrgreindum afleiðingum. Stúlkan lést samstundis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×