Erlent

Ísraelsmenn sleppa 29 Palestínumönnum úr fangelsi

Frelsinu fegnir.
Frelsinu fegnir. MYND/AFP

Ísraelsmenn slepptu í morgun 29 palestínskum föngum úr fangelsi í því skyni að styrkja stöðu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Til átaka kom á landamærastöð þegar ísraelskur hermaður skaut að hópi manna sem hafði safnast saman til að fagna lausn fanganna.

Upphaflega átti að sleppa föngunum í síðasta mánuði en því var frestað vegna andstöðu innan ísraelsku stjórnarinnar. Ísraelsmenn reyna nú að styrkja stöðu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í barátttunni gegn Hamas samtökunum. Alls hafa ísraelsk stjórnvöld heitið að sleppa 90 föngum en talið er að um 11 þúsund Palestínumenn séu í fangelsi í Ísrael.

Hópur manna hafði safnast saman við landamærastöð milli Ísraels og Gaza svæðisins til að fagna komu fanganna. Þegar rúta með mönnunum kom að stöðinni hljóp fólkið í átt að stöðinni og sinnti ekki viðvörun ísraelskra landamæravarða um að stoppa. Gripu landamæraverðirnir til þess ráðs að skjóta í átt að fólkinu með þeim afleiðingum að tveir særðust þar af einn blaðaljósmyndari sem særðist lítillega á fæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×