Erlent

Ást og átök á þýsku elliheimili

Rainer hafði áður fengið dóm fyrir að ofsækja Robertu.
Rainer hafði áður fengið dóm fyrir að ofsækja Robertu. MYND/AB

Til átaka kom á elliheimili í Þýskalandi milli tveggja manna eftir að annar þeirra byrjaði með fyrrverandi kærustu hins. Kærastan, sem er brasilísk hjúkrunarkona, er á fertugsaldri en mennirnir tveir á sjötugs- og áttræðisaldri.

Hjúkrunarkonan, Roberta, sem er 36 ára gömul var búin að vera í sambandi með hinum fyrrverandi hermanni Rainer í nærri fimm ár þegar hún sagði honum upp og byrjaði með Viktor. Rainer er 60 ára gamall og Viktor 73 ára.

Þetta gat Rainer ekki þolað og einn daginn réðst hann inn í herbergi Viktors á elliheimilinu og ætlaði að ganga í skrokk á honum. Viktor náði hins vegar að taka upp brauðhníf sér til varnar og stakk Rainer tvisvar með þeim afleiðingum að hann var fluttur á sjúkrahús. Hann er ekki lífshættu.

Viktor og Roberta vona nú að Rainer verði stungið í fangelsi svo þau fái að rækta samband sitt í friði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×