Erlent

Alræmdur mafíósi handtekinn á Sikiley

Enrico Scalavino í fylgd lögreglunnar á Sikiley.
Enrico Scalavino í fylgd lögreglunnar á Sikiley. MYND/AFP

Ítalska lögreglan handtók í morgun hin alræmda mafíósa Enrico Scalavino en hann er ásakaður um að hafa beitt hótunum til að kúga fé út úr fyrirtækjum í borginni Palermo á Sikiley.

Um er að ræða svokallaðar verndargreiðslur eða "pizzo" eins og þær eru kallaðar á Ítalíu. Sjálfur hafði Scalavino viðurnefnið konungur Pizzo. Þau fyrirtæki sem neituðu að láta peninga af hendi lentu oftar en ekki því að húsnæði þeirra var brennt til grunna.

Talið er að um 80 prósent fyrirtækja í Palermo greiði mafíunni peninga til þess að þau fái frið fyrir hvers konar ofsóknum. Undanfarin ár hafa fyrirtæki á Ítalíu hafið gagnsókn gegn þessum kúgunum og hafa fleiri og fleiri neitað að láta undan þrýstingi mafíunnar. Þá hafa yfirvöld heitið því að hafa hendur í hári þeirra mafíósa sem stunda kúganir af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×