Erlent

Bretar handteknir fyrir að spila bingó

Sjö breskir ferðamenn voru nýlega handteknir í Tyrklandi fyrir að spila bingó. Vopnaðir lögreglumenn umkringdu Bretana þar sem þeir sátu á bar í bænum Altinkum og gerðu bingó-spjöld þeirra upptæk. Að sögn Daily Mirror var hópurinn yfirheyrður í fjóra tíma og síðan fékk hver um sig rúmlega 6.000 kr. sekt.

Carla Harrison ein þeirra sem handtekin var segir að þessi lífreynsla hafi verið hræðileg upplifun. "Við vissum ekkert hvað mynd verða um okkur," segir hún.

Bingó er talið eitt form veðmála í Tyrklandi og því ólöglegt að stunda það í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×