Erlent

Yfir 100 dýrum stolið úr dýraverslun í Danmörku

Þjófar létu greipar sópa í dýraverslun í Kollund í Danmörku í nótt eftir því sem segir á vef TV2. Munu þeir hafa stolið yfir hundrað dýrum, þar á meðal slöngum, skjaldbökum, afrískum villiköttum og einum þvottabirni eftir því sem eigandinn segir. Þjófarnir hafa verið vel undirbúnir því þeir virðast hafa komið með eigin búr undir dýrin. Telur eigandinn að tjónið nemi um tveimur milljónum króna en þess má geta afrískir villikettir eru seldir á litlar 60 þúsund krónur íslenskar í Danmörku. Eigandi búðarinnar hefur heitið verðlaunum fyrir þá sem vísa á hina seku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×