Erlent

Banaslys Díönu rannsakað

Díönu er enn sárt saknað.
Díönu er enn sárt saknað.

Rannsókn á slysinu sem varð Díönu prinsessu af Wales og Dodi Al Fayed að bana mun fara fram fyrir dómstóli í London bráðlega. Ellefu kviðdómendur munu dæma í málinu og munu þeir fá lögreglufylgd til og frá réttinum. Prinsessan og Al Fayed létust í bílslysi í Pont d'Alma göngunum í lok ágúst 1997. Talsmaður Mohameds Al Fayed, föður Dodis, segir að aðilar úr bresku konungsfjölskyldunni verði kallaðir til að bera vitni. Hann segir að nú sé kjörið tækifæri til að komast til botns í því hvað hafi raunverulega valdið slysinu sem varð parinu að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×