Erlent

Kröftugur jarðskjálfti í Indónesíu

Mikil eyðilegging varð í skjálftum við Súmötru fyrr í mánuðinum.
Mikil eyðilegging varð í skjálftum við Súmötru fyrr í mánuðinum.

Kröftugur jarðskjálfti skók strendur Súmötru í vesturhluta Indónesíu í morgun. Skjálftinn varð klukkan korter í ellefu að staðartíma. Hann var 6,2 á richter og átti upptök sín 145 kílómetrum vestur af Bengklulu.

Tuttugu og þrír fórust og mörg hús eyðilögðust í öflugum skjálftum á þessum slóðum í síðasta mánuði. Hins vegar lést enginn né slasaðist í skjálftanum í morgun.

Á fréttavef CNN kemur fram að tímabundin viðvörun hafi verið gefin út vegna skjálftans en nú er ekki talið að nein hætta sé á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×