Erlent

Forsetar Kóreuríkjanna funda

Roh Moon-hyun, forseti Suður-Kóreu, kom í morgun til Norður-Kóreu í þriggja daga heimsókn. Hann mun funda með Kim Jong-Il forseta Norður Kóreu. Forsetar ríkjanna tveggja hafa einungis hist tvisvar sinnum á síðustu fimmtíu árum, en þeir hittust síðast árið 2000. Roh forseti sagði við fjölmiðla að markmið hans með fundinum væri að ræða frið á milli ríkjanna og þróun efnahags þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×