Erlent

Eldhaf umlykur eyjuna

Þórir Guðmundsson skrifar

Að minnsta kosti sjö hermenn létu lífið þegar eldgos hófst skyndilega á lítilli eyju í Rauðahafinu undan strönd Jemen. Eyjan varð alelda á skammri stundu og rauðglóandi hraunleðja streymir nú út í sjó.

Á eyjunni er herstöð en engin önnur byggð. Kanadískir sjóliðar áttu leið framhjá eyjunni og tóku þátt í að bjarga jemensku hermönnunum úr sjálfheldu.

Eldstrókarnir ná, að sögn sjónarvotta, mörg hundruð metra upp í loft og vesturhluti eyjarinnar er horfinn í hafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×