Erlent

NATO-skip bjarga tveimur frá logandi eyju

Fregnir hafa borist í morgun um að herskip frá NATO hafi bjargað tveimur af þeim átta Yemen-búum sem saknað er eftir að eldgos hófst á eyjunni Jazirt Atta-Ir undan ströndum Yemen. Ennfremur munu sjóliðar um borð í skipunum hafa komið auga á þrjú lík í sjónum undan ströndum eyjarinnar. Eldgosið hófst í nótt og er öflugt.

NATO-skipin, sex talsins, voru á leið til Súez-skurðar og voru í aðeins 40 km fjarlægð frá Jazirt Atta-Ir er eldgosið hófst í nótt. "Það var mjög skerandi birta sem fylgdi þessu gosi og lýsti upp himininn," segir Ken Allan um borð í hinu kanadíska skipi HMCS Toronto.

Skömmu eftir að gosið hófst bjargaði strandgæsla Yemen 21 mönnum af eyjunni en átta hefur verið saknað. Þeir tveir sem NATO-skipin björguðu eru til meðferðar á sjúkrastofu í einu skipanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×