Erlent

Búist við sigri Yanukovych í Úkraínu

Viktor Yushchenko og eiginkona hans Kateryna greiða atkvæði í kosningunum í dag.
Viktor Yushchenko og eiginkona hans Kateryna greiða atkvæði í kosningunum í dag. MYND/AFP

Búist er við að flokkur Viktors Yushchenkos forseta Úkraínu bíði afhroð í þingkosningunum sem fara fram í landinu í dag. Flokki forsætisráðherrans, Viktors Yanukovych, er hins vegar spáð stærstum hluta atkvæða í útgönguspám.

Forsetinn er þó vongóður og ræddi meðal annars stjórnarmyndun við Yuliu Tymonshenko leiðtoga stjórnarandstöðuflokks, ef ske kynni að þau fengju samanlagt fleiri atkvæði en flokkur forsætisráðherrans.

Yanukovych hefur sagt að flokkur hans myni ekki sætta sig við kosningasvindl eða ólögmæta útkomu kosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×