Erlent

13 létust í sprengjuárás í Tyrklandi

Kona grætur við kistu ættingja síns við útförina í dag.
Kona grætur við kistu ættingja síns við útförina í dag. MYND/APTN

Tala látinna eftir sprengjuárás í suðausturhluta Tyrklands í gærkvöldi er nú komin í 13 samkvæmt upplýsingum þarlendra embættismanna.

Sjö öryggisverðir og fimm borgarar létur lífið og tveir slösuðust í árásinni. Lík sjö ára gamals drengs fannst svo við litla rútu sem uppreisnarmennirnir réðust að. Drengurinn var sonur annars fórnarlambs árásinnar.

Talið er að uppreisnarmenn Kúrda standi á bakvið árásina.

Syrgjendur og ættingjar söfnuðust saman við fjöldaútför í Beytussebap í Sirnak héraði. Við útförina sagði Selahattin Apari ríkisstjóri í Sirnak að árásin væri glæpur gegn mannkyni, árásarmennirnir gætu ekki verið mannlegir.

Hermenn leita nú árásarmanna á svæðinu.

Á síðustu 15 dögum hafa tyrkneskir hermenn drepið 20 uppreisnarmenn í Sirnak. Enginn hermaður hefur látist í aðgerðunum. Stjórnmálaflokkur sem er fylgjandi Kúrdum, Verkamannaflokkur Kúrda, fordæmdi árásina.

Samkomulag náðist á föstudag milli Tyrkja og Íraka um samvinnu við aðgerðir gegn kúrdískum uppreisnarmönnum sem þeir segja ráðast á Tyrki frá Írak. Þrátt fyrir bón embættismanna í höfuðborginni ankara, neituðu Írakar Tyrkjum að senda hermenn yfir landamærin til að elta uppreisnarmennina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×