Erlent

Amma fæddi eigin barnabörn

Nýfædd barn í súrefniskassa.
Nýfædd barn í súrefniskassa. MYND/Getty Images

Fimmtíu og eins árs gömul brasilísk kona fæddi tvíbura sem eru hennar eigin barnabörn. Rosinete Serrao var staðgöngumóðir fyrir dóttur sína Claudiu Michelle sem getur ekki átt börn. Tvíburarnir, Antonio Bento og Vitor Gabriel, fæddust heilbrigðir og þurftu enga sérstaka læknisaðstoð. Þetta er fyrsta tilfellið í heiminum þar sem kona gengur með tvíbura sem eru barnabörn hennar.

Börnin eru þegar farin af spítalanum sem þeir fæddust á í Recife í norðausturhluta landsins. Tugir fréttamanna og ljósmyndara biðu fyrir utan sjúkrahúsið eftir að ná myndum af tvíburunum.

Rétt fyrir fæðinguna sagðist Rosinete ekki geta leynt spennu vegna fæðingarinnar og vonaðist til að allt færi vel. Eiginmaður hennar var fullur eftirvæntingar yfir því að verða bæði pabbi og afi á sama tíma.

Fjögur egg foreldranna Claudiu og Antonio de Brito frjóvguðust. Þeim var komið fyrir í legi móður Claudiu í janúar. Brasilísk lög leyfa einungis nánum ættingjum að verða staðgöngumæður. Claudia á enga systur og bað því móður sína. Þrátt fyrir áhættuna af því að fæða börn á hennar aldri hikaði Rosinete ekki.

Fæðingarlæknirinn sagði að um væri að ræða fyrsta tilfelli í heiminum þar sem kona gengi með tvíbura sem væru einnig barnabörn hennar. Fjölskyldan fagnaði því hversu vel gekk úr biðsal þar sem hún fylgdist með fæðingunni af skjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×