Erlent

Úkraína - Kosningar leysa ekki stjórnarkreppu

Úkraínumenn gengu til þingkosninga í dag, en skoðanakannanir benda ekki til þess að þær verði til að leysa stjórnarkreppu sem hefur verið í landinu undanfarna mánuði. Forseti Úkraínu, Viktor Jústsénko, greiddi atkvæði með fjölskyldu sinni í morgun. Hann komst til valda í appelsínugulu byltingunni svokölluðu fyrir tæpum þremur árum.

Skoðanakannanir sýna að vinsældir hans hafa dalað mjög, ekki síst vegna innbyrðis ósættis í hópi þeirra stjórnmálamanna sem vilja nánari tengsl við ríki Vestur-Evrópu. Höfuðandstæðingur hans er forsætisráðherrann Viktor Janúkovits. Hann vill nánari tengsl við stjórnvöld í Rússlandi. Á valdatíma hans hefur verið uppgangur í efnahagslífinu, sem hefur styrkt stöðu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×