Erlent

Fjármagna skóla fyrir flóttamenn í Jórdaníu

Íslendingar ætla fjármagna byggingu skóla fyrir börn íraskra flóttamanna í Jórdaníu. Þannig ætlar ríkisstjórina að hjálpa til við að linna þjáningar írösku þjóðarinnar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. Þar fjallaði hún meðal annars um nýlega heimsókn sína til Miðausturlanda - meðal annars til Jórdaníu þar sem fjölmargir íraskir flóttamenn eru. Hún sagði íslenska ríkið ætla að leggja til fé til að byggja þar skóla fyrir börn íraskra flóttamanna.

Utanríkisráðherra gerði einnig loftlagsmál og framboð Íslands til öryggisráðsins að umræðuefni. Hún vék orðum sínum einnig að ástandinu í Mjanmar. Hún sagðist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í þar. Réttkjörin leiðtogi, Aung San Suu Kyi, hefði verið í stofufangelsi í mörg ár og friðsöm mótmæli væru barin niður með valdi.

Þegar kom að framboðinu til öryggisráðsins sagði ráðherra að Norðurlöndin styddu framboð Íslands öll sem eitt og Íslendingar væru ákveðnir í því sem þeir ætluðu að gera næðu þeir kjöri. Þeir vildu taka þátt í að svara mestu öryggisógnum tuttugustu og fyrstu aldarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×