Enski boltinn

Drogba: Andinn er farinn

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Didier Drogba segist enn vera í sjokki yfir brottförn Jose Mourinho hjá Chelsea. Hann segir andann í herbúðum liðsins ekki saman síða og segist þurfa að finna sér nýja hvatningu til að spila með liðinu.

"Mér finnst afar erfitt að sætta mig við brottför Jose, hún breytir miklu. Ég var bara á leið til baka úr meiðslum og ég er hálf taugaóstyrkur núna. Mig óraði ekki fyrir þessu. Brottför Mourinho tekur burt fastan punkt í tilverum manns. Hann var búinn að skapa ímynd liðsins á síðustu árum og ég átti ekki von á að hann færi svona snögglega. Það var erfiðast að koma á fyrstu æfinguna þar sem hann var ekki með okkur - þá kom áfallið fyrst. Margir okkar spiluðu gagngert fyrir Mourinho og nú verðum við að finna eitthvað annað til að spila fyrir," sagði Drogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×