Fótbolti

Strákarnir töpuðu í Serbíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
U-17 landslið karla sem lék á EM í Belgíu í sumar.
U-17 landslið karla sem lék á EM í Belgíu í sumar. Mynd/Aleksandar Djorovic

U17 landslið karla í knattspyrnu tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2008.

Leikið var við Serbíu þar sem riðill Íslands fer fram. Serbarnir skoruðu strax á fyrstu mínútu leiksins og þar við sat.

U17 tók síðasta sumar þátt í úrslitakeppni EM í Belgíu.

Næst mætir Ísland Ísrael á laugardaginn en Ísraelar gerðu í dag markalaust jafntefli við Litháen. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×