Innlent

Í gæsluvarðhaldi til 18. október vegna smyglskútumáls

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu úrskurðað karl á þrítugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. október vegna rannsóknar á aðild hans að fíkniefnamálinu á Fáskrúðsfirði.

Um er að ræða þann sem gripinn var á bryggjunni á Fáskrúðsfirði þegar skúta með fíkniefnum kom þangað í síðustu viku. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald en lögregla fór í dag fram á að hann yrði í gæsluvarðhaldi jafnlengi og fjórir aðrir menn sem tengjast málinu.

Við þeirri kröfu varð Héraðsdómur Reykjavíkur eftir því sem segir í tilkynningu lögreglunnar. Sakborningurinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×