Erlent

Fljúgandi elgur veldur usla

Starfsmenn sænska símafyrirtækisins Telia fengu heldur betur óvænta heimsókn á föstudaginn í síðustu viku þegar elgur kom fljúgandi í gegnum glugga skrifstofunnar. Glerbrotum rigndi yfir skrifstofuna og kalla þurfti á veiðimann til að aflífa dýrið.

Atvikið átti sér stað í bænum Örebro í Svíþjóð. Elgurinn hafði villst út úr nærliggjandi skógi og við það trylltist dýrið og kastaði sér inn um glugga símafyrirtækisins. Dýrið skarst illa og var veiðimaður fenginn til að aflífa það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×