Enski boltinn

Skoruðu 40% marka Chelsea í tíð Mourinho

Avram Grant mátti illa við að vera án Didier Drogba á sunnudaginn
Avram Grant mátti illa við að vera án Didier Drogba á sunnudaginn NordicPhotos/GettyImages

Leikur Manchester United og Chelsea á sunnudaginn síðasta var merkilegur fyrir þær sakir að það var þriðji leikurinn í röð sem nýr knattspyrnustjóri Chelsea mætir United í sínum fyrsta leik.

Claudio Ranieri stýrði Chelsea til 1-1 jafnteflis gegn Manchester United í sínum fyrsta leik árið 2000 og Jose Mourinho gerði betur og vann 1-0 sigur í sínum fyrsta leik gegn þeim rauðu fjórum árum síðar.

Avram Grant tapaði hinsvegar 2-0 í sínum fyrsta leik með Chelsea á Old Trafford, en hann var þar án þeirra Frank Lampard og Didier Drogba, sem verður að teljast nokkuð slæmt þegar tekið er mið af tölfræði síðustu ára. Það var nefnilega þannig að þeir Lampard og Drogba skoruðu hvorki meira né minna en 40% allra marka Chelsea í deildinni í stjórnartíð Jose Mourinho - alls 86 af 215 mörkum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×