Erlent

Sænskur ríkisborgari ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi

Stokkhólm, höfuðborg Svíþjóðar.
Stokkhólm, höfuðborg Svíþjóðar. MYND/AFP

Sænskur ríkisborgari af líbönskum ættum var í gær framseldur frá Tékklandi til Bandaríkjanna þar sem hann ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi.

Maðurinn hélt úti heimasíðum á Netinu þar sem boðið var upp á kennslu í smíði vopna fyrir hryðjuverkamenn. Hann var upphaflega handtekinn í Tékklandi árið 2005 og var þá á leiðinni til Líbanon.

Hann hefur áður lýst því yfir í sænskum fjölmiðlum að hann styðji Osama bin Laden, leiðtoga Al Kaída samtakanna, og að árásirnar á tvíburaturnana í New York hafi verið hið besta mál. Hann á yfir höfði sér lífstíðar fangelsi verði hann fundinn sekur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×