Erlent

Danir nálægt lækningu á brjóstkrabbameini

Danskir vísindamenn eru þeir fyrstu í heiminum sem hafa greint frumur er geta verið orsök brjóstkrabbameins. Vonir standa til að þetta muni leiða til þess að lækningin verði fundin gegn meininu. Frumurnar sem hér um ræðir líkjast stofnfrumum en grunur hefur leikið á að slíkar frumur séu undirrót brjóstkrabbameins.

Hópur vísindamanna undir stjórn prófessor Julio Celis við stofnunina Kræftens Bekæmpelse rannsökuðu vefsýni úr 120 krabbameinssjúklingum sem komu til brjóstkrabbameinsaðgerða á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Blaðið Jyllands Posten segir í dag að niðurstöður rannsóknarinnar geti haft afgerandi áhrif á meðferð við brjóstkrabbameini í framtíðinni.

"Við höfum fundið þær frumur sem eru rótin að krabbameinsfrumum," segir Celis. Hann er nú staddur á ráðstefnu um krabbamein í Barcelona og hefur rannsókn hans vakið mikla athygli á ráðstefnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×