Erlent

Fyrirmyndin að Moe fundin

Bandarískur grínari, Rich Hall, heldur því fram að hann sé fyrirmyndin að bareigandanum Moe í hinum vinsælu þáttum um Simpsons fjölskylduna. Hann segir að honum hafi ætíð fundist að Moe líktist sér töluvert.

 

"Mig grunaði að Moe væri byggður á mér þar sem ég var vanur að semja efni með George Meyer einum af þeim sem upprunalega skrifuðu handritin að þáttunum," segir Rich.

 

Og nú hefur Matt Groening höfundur Simpsons staðfest að þetta sé rétt hjá Rich. "Þetta er heiður, svona eftir að ég komst yfir áfallið að vera hryllileg gul teiknimyndapersóna," segir Rich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×