Erlent

Frakkar mestu eyðsluseggir Evrópu

Trichet í útvarpsviðtali um fjárlagavanda Frakka.
Trichet í útvarpsviðtali um fjárlagavanda Frakka. MYND/AFP

Jean-Claude Trichet bankastjóri evrópska seðlabankans ásakar Frakka um að vera mestu eyðsluseggi í Evrópu. Trichet varaði við því að samanburði við verga landsframleiðslu myndu Frakkar eyða meira en nágrannar þeirra árið 2007. Viðvörunin kemur á sama tíma og Francois Fillon forsætisráðherra sagði stöðu fjármála í landinu alvarlega.

Málið hefur orsakað ágreining Frakka við önnur Evrópulönd sem þrýsta á Frakkland að laga fjárlagahallann.

Frakkar hafa hins vegar gagnrýnt stefnu Evrópska Seðlabankans og segja hana ábyrga fyrir slökum vexti evrunnar, sem er nú í sögulegu hámarki gagnvart dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×