Innlent

Yfirheyrslur yfir amfetamínsmyglurum halda áfram

Skútan sem notuð var til að smygla eiturlyfjunum.
Skútan sem notuð var til að smygla eiturlyfjunum.
Rannsókninni á smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði á fimmtudag miðar vel en yfirheyrslur yfir sakborningunum halda áfram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá lögreglunni. Í Noregi var einn aðili handtekinn vegna málsins en sá er laus úr haldi. Í Færeyjum voru tveir handtekni.

Annar er laus úr haldi en hinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Ákvörðun um beiðni um framsal hefur ekki verið tekin. Í Danmörku voru tveir aðilar handteknir í tengslum við rannsóknina en báðir eru lausir úr haldi. Ítarlega leit var gerð í skútunni sem kom við sögu í ofangreindu máli en ekki hefur fundist meira af fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×