Enski boltinn

Fulham og City gerðu jafntefli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Petrov skoraði tvö fyrir City í dag.
Martin Petrov skoraði tvö fyrir City í dag. Nordic Photos / Getty Images

Forskot Arsenal er nú þrjú stig eftir að öllum leikjum dagsins í enska boltanum er lokið.

Fulham og Manchester City gerðu 3-3 jafntefli á Craven Cottage í viðburðarríkum leik.

Simon Davies kom Fulham yfir á 13. mínútu en Martin Petrov jafnaði metin áður en hálfleikurinn var liðinn.

Hameur Bouazza kom Fulham aftur yfir snemma í síðari hálfleik en aftur jafnaði City, í þetta sinn Emile Mpenza.

Martin Petrov kom svo gestunum yfir á 60. mínútu en það dugði ekki til þar sem Danny Murphy tryggði Fulham jafntefli með marki á 75. mínútu.

Fyrir leikinn var City búið að fá á sig tvö mörk í sex leikjum í deildinni en fékk nú þrjú á sig í einu bretti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×