KR bikarmeistari kvenna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2007 16:01 Olga Færseth, fyrirliði KR, með sigurlaunin í dag. Mynd/E. Stefán KR varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Keflavík í úrslitaleik. Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir að KR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum með skömmu millibili komust Keflvíkingar nánast aldrei aftur í takt við leikinn. Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins en Hrefna Huld Jóhannesdóttir hin tvö. Fylgst var með leiknum hér á Vísi. Byrjunarlið Keflavíkur: 1 Jelena Petrovic, 2 Inga Lára Jónsdóttir, 3 Björg Ásta Þórðardóttir, 4 Björg Magnea Ólafs, 5 Anna Rún Jóhannsdóttir, 6 Guðný Petrína Þórðardóttir, 7 Lilja Íris Gunnarsdóttir, 8 Beth Anna Ragdale, 9 Danka Podovac, 10 Una Matilda Harkin og 11 Vesna Smiljkovic. Bikarmeistarar KR 2007.Mynd/E. Stefán Byrjunarlið KR: 1 Íris Dögg Gunnarsdóttir, 2 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, 3 Olga Færseth, 4 Edda Garðarsdóttir, 5 Agnes Þóra Árnadóttir, 6 Hólmfríður Magnúsdóttir, 7 Alicia Maxine Wilson, 8 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, 9 Lilja Dögg Valþórsdóttir, 10 Hrefna Huld Jóhannesdóttir, 11 Guðný Guðleif Einarsdóttir. 16.08 Lítið hefur gerst í leiknum hingað til en Keflvíkingar gefa síst meira eftir. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, komst í tvö ágæt færi en náði ekki að gera sér mat úr því. 16.15 Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu. Hún skoraði af stuttu færi í nærhornið eftir sendingu frá hægri. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir átti fyrirgjöfina. 16.19 Hrefna Huld kemur KR í 2-0. Aftur kom sending frá hægri kantinum, í þetta skiptið frá Fjólu Dröfn Friðriksdóttur. Hrefna Huld var ein og óvölduð og skilaði boltanum í fjærhornið með einföldu skoti. 16.23 Keflvíkingar gera breytingu á sínu liði. Guðný Petrína Þórðardóttir á greinilega við meiðsli að stríða og hefur Guðrún Ólöf Olsen komið inn á í hennar stað. 16.35 KR-ingar hafa mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að mörkin tvö hafa slegið Keflvíkinga algerlega út af laginu. 16.47 Flautað hefur verið til hálfleiks í leiknum. Ekki mikið markvert gerðist síðustu mínúturnar í hálfleiknum. 17.08 Leikurinn er hafinn á ný og er nokkuð jafnræði með liðunum. 17.12 KR er komið í 3-0. Hólmfríður fékk sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur og í stað þess að skjóta sjálf lagði hún boltann fyrir Hrefnu Huld sem skoraði í autt markið. 17.21 Keflvíkingar gera aðra breytingu á sínu liði. Varamaðurinn Guðrún Ólöf fer út af og skiptir við Bryndísi Bjarnadóttur. Þess má geta að hún er dóttir Bjarna Jóhannssonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 17.30 KR-ingar virðast vera hvergi nærri hættir. Bæði Olga Færseth og Hrefna Huld hafa átt góð færi fyrir framan Keflavíkur markið. Þá gera bæði lið breytingar á liði sínum. Lilja Dögg Valþórsdóttir fer út af hjá KR en Valdís Rögnvaldsdóttir kemur inn á í hennar stað. Hjá Keflavík fór Danka Podovac af velli en í hennar stað kom Elísabet Sævarsdóttir. 17.32 Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag eru 757 talsins. 17.41 KR gera tvær breytingar á liði sínu. Út af fara Fjóla Dröfn og Guðný Einarsdóttir en í þeirra stað koma Anna Kristjánsdóttir og Margrét Þórólfsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
KR varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Keflavík í úrslitaleik. Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir að KR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum með skömmu millibili komust Keflvíkingar nánast aldrei aftur í takt við leikinn. Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins en Hrefna Huld Jóhannesdóttir hin tvö. Fylgst var með leiknum hér á Vísi. Byrjunarlið Keflavíkur: 1 Jelena Petrovic, 2 Inga Lára Jónsdóttir, 3 Björg Ásta Þórðardóttir, 4 Björg Magnea Ólafs, 5 Anna Rún Jóhannsdóttir, 6 Guðný Petrína Þórðardóttir, 7 Lilja Íris Gunnarsdóttir, 8 Beth Anna Ragdale, 9 Danka Podovac, 10 Una Matilda Harkin og 11 Vesna Smiljkovic. Bikarmeistarar KR 2007.Mynd/E. Stefán Byrjunarlið KR: 1 Íris Dögg Gunnarsdóttir, 2 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, 3 Olga Færseth, 4 Edda Garðarsdóttir, 5 Agnes Þóra Árnadóttir, 6 Hólmfríður Magnúsdóttir, 7 Alicia Maxine Wilson, 8 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, 9 Lilja Dögg Valþórsdóttir, 10 Hrefna Huld Jóhannesdóttir, 11 Guðný Guðleif Einarsdóttir. 16.08 Lítið hefur gerst í leiknum hingað til en Keflvíkingar gefa síst meira eftir. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, komst í tvö ágæt færi en náði ekki að gera sér mat úr því. 16.15 Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu. Hún skoraði af stuttu færi í nærhornið eftir sendingu frá hægri. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir átti fyrirgjöfina. 16.19 Hrefna Huld kemur KR í 2-0. Aftur kom sending frá hægri kantinum, í þetta skiptið frá Fjólu Dröfn Friðriksdóttur. Hrefna Huld var ein og óvölduð og skilaði boltanum í fjærhornið með einföldu skoti. 16.23 Keflvíkingar gera breytingu á sínu liði. Guðný Petrína Þórðardóttir á greinilega við meiðsli að stríða og hefur Guðrún Ólöf Olsen komið inn á í hennar stað. 16.35 KR-ingar hafa mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að mörkin tvö hafa slegið Keflvíkinga algerlega út af laginu. 16.47 Flautað hefur verið til hálfleiks í leiknum. Ekki mikið markvert gerðist síðustu mínúturnar í hálfleiknum. 17.08 Leikurinn er hafinn á ný og er nokkuð jafnræði með liðunum. 17.12 KR er komið í 3-0. Hólmfríður fékk sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur og í stað þess að skjóta sjálf lagði hún boltann fyrir Hrefnu Huld sem skoraði í autt markið. 17.21 Keflvíkingar gera aðra breytingu á sínu liði. Varamaðurinn Guðrún Ólöf fer út af og skiptir við Bryndísi Bjarnadóttur. Þess má geta að hún er dóttir Bjarna Jóhannssonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 17.30 KR-ingar virðast vera hvergi nærri hættir. Bæði Olga Færseth og Hrefna Huld hafa átt góð færi fyrir framan Keflavíkur markið. Þá gera bæði lið breytingar á liði sínum. Lilja Dögg Valþórsdóttir fer út af hjá KR en Valdís Rögnvaldsdóttir kemur inn á í hennar stað. Hjá Keflavík fór Danka Podovac af velli en í hennar stað kom Elísabet Sævarsdóttir. 17.32 Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag eru 757 talsins. 17.41 KR gera tvær breytingar á liði sínu. Út af fara Fjóla Dröfn og Guðný Einarsdóttir en í þeirra stað koma Anna Kristjánsdóttir og Margrét Þórólfsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira