Erlent

McCann hjónin ekki aftur til Portúgals

Óli Tynes skrifar
Gerry og Kate McCann.
Gerry og Kate McCann.
Portúgalskur dómari hefur synjað beiðni lögreglunnar um að kalla McCann hjónin aftur til Portúgals, til frekari yfirheyrslu. Dómarinn ætlar þess í stað að senda bresku lögreglunni lista með spurningum og biðja hana um að leggja þau fyrir hjónin.

Portúgalska lögreglan er að kanna sjúkrasögu Madeleine litlu og einnig móðurinnar Kate McCann. Móðurina er verið að skoða vegna fregna um þunglyndi. Madeleine er verið að skoða til að athuga hvort hún hafi haft ofnæmi fyrir svefnlyfjum.

Lögregluna grunar að Kate McCann hafi fyrir slysni gefið dóttur sinni of stóran skammt af svefnlyfjum til þess að þau hjónin gætu verið úti að skemmta sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×