Erlent

Kommúnisti verður borgarstjóri í bæ í Suður-Noregi

Knut Henning Thygsesen.
Knut Henning Thygsesen. MYND/ENEX

Þrátt fyrir mikla hægrisveiflu í norsku sveitastjórnarkosningunum á mánudaginn hafa íbúar í einu þorpi í Suður-Noregi kosið sér kommúnista sem borgarstjóra.

Í Risør hafa hægrimenn hingað til ráðið ríkjum. Knut Henning Thygsesen er mjög vinsæll og því þarf ekki að koma svo mjög á óvart að hann hafi verið valinn - enda borgarstjórar kosnir beinni kosningu í Noregi. Flokkur hans fékk þó ekki meirihluta í borgarráði og því má búast við erfiðum tímum í stjórn Risør.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×