Erlent

Stúlkan segir að fullorðinn maður hafi ráðist á sig

Stúlkan sem fannst liggjandi í blóði sínu í Hellerup í úthverfi Kaupmannahafnar í gær sagði við lækna sem meðhöndla hana að fullorðinn maður hafi ráðist á sig. Höfuðkúpa stúlkunnar var brotin á þremur stöðum, en árásarmaðurinn virðist ekki hafa gert tilraun til að misnota hana kynferðislega.

Lögregla segir að líklega sé um geðsjúkan einstakling að ræða. Jótlandspósturinn hefur það eftir foreldrum í nágrenninu að í síðustu viku hafi fullorðinn karlmaður ógnað litlu barni með hnífi í almenningsgarði í hverfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×