Erlent

Sjö látnir eftir skjálftann í Indónesíu

Minnst sjö eru látnir og hundrað særðir eftir að tveir öflugir jarðskjálftar skóku indónesísku eyna Súmötru með skömmu millibili fyrr í dag. Sá fyrri var upp á 8,2 á Richter en í kjölfarið kom skjálfti upp á 6,1. Fyrri kjálftans varð vart í að minnsta kosti fjórum löndum, og háhýsi sveifluðust til í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökum hans.  Fjöldi bygginga í Padang á vesturströnd eyjunnar hrundi til grunna í kjölfar skjálftanna. Flóðbylgjuviðvaranir voru í kjölfarið gefnar út í löndunum sem liggja að Indlandshafi, en dregnar til baka nokkrum tímum síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×