Enski boltinn

Tottenham á eftir Lulinha

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lulinha í leik með U17 landsliði Brasilíu.
Lulinha í leik með U17 landsliði Brasilíu.

Tottenham er á eftir Lulinha, brasilískum sókndjörfum miðjumanni. Lulinha er aðeins sautján ára en hann er hjá Corinthians. Hann var fyrirliði hjá U17 landsliði Brasilíu á heimsmeistaramótinu í Suður-Kóru og er þegar farinn að leika fyrir aðallið Corinthians.

Þá hefur Lulinha langtíma samning við Nike. Wagner Ribeiro er umboðsmaður Lulinha en Ribeiro jom Kaka til AC Milan og Robinho til Real Madrid.

Tottenham bauð tíu milljónir punda í Lulinha en því tilboði var hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×