Enski boltinn

Huntelaar til Manchester?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Huntelaar hefur raðað inn mörkum fyrir Ajax.
Huntelaar hefur raðað inn mörkum fyrir Ajax.

Grannarnir í Manchester United og Manchester City eru á eftir Klaas-Jan Huntelaar, sóknarmanni Ajax. Bæði lið eru í leit að nýjum sóknarmanni en Huntelaar hefur verið líkt við landa sinn Ruud van Nistelrooy.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er átján milljón punda verðmiði á þessum markahróki. Eftir að Ole Gunnar Solskjær lagði skóna á hilluna vill Sir Alex Ferguson bæta við sóknarmanni í hóp sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×