Innlent

Var með tvo hassmola í fórum sínum

Lögreglan á suðurnesjum handtók í nótt mann eftir að í fórum hans fundust fíkniefni. Að sögn lögreglunni var sennilega um að ræða tvo hassmola.

Þá stöðvaði lögreglan bifreið á Reykjanesbraut snemma í morgun en hraði hennar mældist 126 kílómetrar á klukkustund.

Alls voru tveir vistaðir í fangageymslu lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ölvunar og óspekta.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×