Erlent

Sektaðir fyrir að reyna smygla bjarnarklóm til Kína

Kínverskir landamæraverðir í sjálfstjórnarhéraðinu Innri-Mongólíu.
Kínverskir landamæraverðir í sjálfstjórnarhéraðinu Innri-Mongólíu. MYND/AFP

Tveir Kínverjar og tveir Rússar voru dæmdir af kínverskum dómstól í dag til sektargreiðslu og í skilorðsbundinn fangelsisdóms fyrir að reyna smygla sjaldgæfum bjarnarklóm til Kína. Klærnar átti að mylja niður og nota til neyslu.

Bjarnarklónum átti að smygla með lest frá Síberíu til Kína. Rússarnir tveir sem voru dæmdir eru lestarstjórar en þeirra verk var að smygla klónum yfir landamærin. Þar áttu Kínverjarnir tveir að taka við þeim og koma þeim á svartamarkað í Kína. Talið er að verðmæti farmsins nemi nærri tveimur milljónum íslenskra króna.

Kínverjarnir tveir voru dæmdir í þriggja og eins árs skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt upp á allt að 700 þúsund krónur. Rússarnir voru dæmdir til að greiða sekt upp á 800 þúsund krónur og þeim síðan vísað úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×