Erlent

Pavarotti jarðsunginn í dag

Tenórinn og stórsöngvarinn Luciano Pavarotti verður jarðsunginn í heimabæ sínum Modena á Ítalíu dag. Tugþúsundir manna hafa undanfarna daga safnast saman við kirkju bæjarins til að kveðja tenórinn sem með áreynslulausum söng sínum heillaði alla heimsbyggðina. Útförinni verður sjónvarpað beint á Ítalíu en aðeins boðsgestir fá að vera viðstaddir hana.

Boðslisitnn ku vera afar langur en af öryggisástæðum fæst ekki uppgefið hverjir eru á honum. Búist er við því að meðal gesta verði til að mynda Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna og Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×