Erlent

Sextán láta lífið í átökum á Sri Lanka

Stjórnarhermenn vakta götur í Colombo, höfuðborg Sri Lanka.
Stjórnarhermenn vakta götur í Colombo, höfuðborg Sri Lanka. MYND/AFP

Tólf liðsmenn Tamíl tígra féllu í átökum milli þeirra og stjórnarhersins í norðurhluta Sri Lanka í morgun. Fjórir hermenn féllu í átökunum.

Átökin hófust eftir að stjórnarherinn hóf nýja sókn inn á yfirráðarsvæði Tamil tígra á norðurhluta eyjarinnar. Þá létust þrír óbreyttir borgarar í morgun þegar jarðsprengja sprakk í loft upp.

Talið er að um 70 þúsund manns hafi látist í átökum á Sri Lanka og hundrað þúsundir særst frá því þau hófust árið 1983.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×