Innlent

Lítil þungmálmamengun í sjónum umhverfis landið

MYND/365

Mengun þungmálma í hafinu umhverfis landið er almennt vel undir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matís um breytingar á lífríki sjávar við landið. Hár styrku kadmíns við landið er talinn eiga sér náttúrulegar orsakir.

Fram kemur í skýrslu Matís að styrkur þungmálma eins og kvikasilfurs er afar lágur í hafinu umhverfis landið. Hins vegar hefur styrkur kadmín mælst hærri lífríki sjávar hér við land en á suðlægari slóðum. Magn kadmíns er þó lágt í þeim lífverum sem rannsökuð eru og talin eiga sér náttúrulegar orsakir.

Í rannsókninni voru mæld ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafrannsóknarstofnunar í mars 2006. Þá voru einnig mæld sýni í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í águst og september árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×