Innlent

Lögreglan leysir upp unglingagleðskap í Garðabæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær unglingapartý í Garðabæ eftir að húsráðandi hafði óskað eftir aðstoð hennar til leysa upp gleðskapinn. Unglingurinn á heimilinu hafði boðið nokkrum vinum sínum í partý en fljótlega fylltist húsið af óboðnum gestum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru foreldrarnir erlendis. Drengurinn á heimilinu hafði í fyrstu boðið nokkrum vinum í smá gleðskap. Þegar leið á nóttina fylltist hins vegar húsið af óboðnum gestum og voru orðnir rúmlega tuttugu um miðnætti. Hringdi drengurinn þá í lögregluna og óskaði eftir aðstoð til að leysa upp gleðskapinn. Höfðu boðflennur þá meðal annars brotið sér leið inn í húsið í gegnum svaladyr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×