Innlent

Ofurölvi á felgunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ölvaðan ökumann á Strandgötu í Hafnarfirði. Maðurinn ók um á loftlausu dekki á móti einstefnugötu og var ekki með ökuskírteini.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn mjög ölvaður þegar hann var handtekinn. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn og átti erfitt með að gera grein fyrir sér, bæði sökum ölvunar og tungumálörðugleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×