Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan ökumann

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Gná, var kölluð út laust fyrir klukkan sex í kvöld til að ná í slasaðan ökumann til Breiðdalsvíkur. Maðurinn slasaðist í bílslysi í Berufirði.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er von á þyrlan lendi í Reykjavík um klukkan ellefu í kvöld. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×