Erlent

Seinheppinn þjófur brýst inn í karateskóla

Þjófurinn liggur enn á spítala eftir meðferð nemenda karateskólans.
Þjófurinn liggur enn á spítala eftir meðferð nemenda karateskólans. MYND/365

Kólumbískur þjófur í Santander héraðinu skammt frá höfuðborginni Bogota hefði eflaust geta fundið betri stað til að ræna en karateskóla. Nemendur skólans voru ekki lengi að afvopna þjófinn sem nú liggur illa slasaður á spítala eftir hina misheppnuðu ránsferð.

Að sögn lögreglu var maðurinn vopnaður skotvopni þegar hann braust inn í skólann. Nemendur, sem voru þar við æfingar, brugðust skjótt við og náðu að afvopna ræningjann og gera hann óvígan að hætti karatemanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×