Innlent

Eðlilegt að ráða erlenda flugmenn til starfa

Flug Icelandair gæti raskast um helgina vegna kjaradeilu við íslenska flugmenn. Forstjóri félagsins segir fullkomlega eðlilegt að ráða erlenda flugmenn til starfa hjá fyrirtækjum sem félagið rekur út í heimi, íslenskir flugmenn hafi ekki forgang að þeim störfum.



Ágreiningur hefur verið milli FÍA eða Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair varðandi forgangsrétt íslenskra flugmanna. Nýlega var um fimmtíu flugmönnum Icealandair sagt upp störfum. FÍA heldur því fram að flugmenn sem starfi hjá Icelandair eigi forgang að störfum fyrirtækja sem Icelandair Group reki erlendis. Annað brjóti í bága við kjarasamninga.

Hitafundur var haldinn hjá FÍA í gær og var skorað á að flugmenn ynnu ekki yfirvinnu. Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair segir vilja til að leysa úr þessum ágreiningi. Icelandair hafi hvatt flugmenn til að leggja málið undir Félagsdóm en ekki gert það, því sé þetta túlkunaratriði. Jón Karl segir Icelandair túlka samningana þannig að íslenskir flugmenn heyri ekki undir starfsemi félagsins erlendis. Hætti flugmenn að vinna yfirvinnu yrði brugðist við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×